Skoraði nær helming stiganna

Jalen Brunson skýtur að körfu Philadelphia 76ers.
Jalen Brunson skýtur að körfu Philadelphia 76ers. AFP/Tim Nwachukwu

New York Knicks er komið í afar góða stöðu í átta liða úrslitum Austurdeildar NBA í körfubolta eftir útisigur gegn Philadelphia 76ers, 97:92, í fjórðu viðureign liðanna í Philadelphia í kvöld.

Staðan er þar með orðin 3:1, New York í hag, og liðið getur gert út um einvígið á sínum heimavelli í fimmta leik liðanna á þriðjudagskvöldið.

Jalen Brunson átti sannkallaðan stórleik en hann skoraði 47 stig og átti 10 fráköst fyrir New York. OG Anougmy kom næstur með 16 stig og 14 fráköst og Josh Hart tók 17 fráköst.

Joel Embiid var einu sinni sem oftar í aðalhlutverki hjá Philadelphia en hann skoraði 27 stig og tók 10 fráköst. Tyrese Maxey skoraði 23 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert