Húsmóðir með ofskynjanir, eða ekki

Kristen Bell leikur aðalhlutverkið í þáttunum.
Kristen Bell leikur aðalhlutverkið í þáttunum. AFP

The Woman in the House Across the Street from the Girl in the Window nefnast þættir sem koma inn á Netflix næsta föstudag. Svo sem nafnið gefur til kynna er um að ræða glæpsamlega satíru.

Anna situr ein við gluggann í huggulega húsinu sínu og fylgist með lífinu líða hjá – án hennar. Hún er einmana og drekkur aðeins of mikið rauðvín og fær sér aðeins of mikið af pillum með því enda þótt hún viti að þetta tvennt fer ekki vel saman. Skyndilega færist fjör í leikinn þegar sjóðheitur ekkill, Neil, flytur inn beint á móti, ásamt dóttur sinni. Anna opnar augun og sperrir eyrun sem aldrei fyrr enda fátt annað sem veitir henni fróun en að fylgjast með nágrönnum sínum og athöfnum þeirra. Gamanið kárnar þó fljótt þegar Anna verður vitni að morði á heimili þeirra feðgina. Eða er það svo?

Enginn trúir henni og lögreglan spjaldar Önnu fyrir að leiða sig í ógöngur. Slík hegðun varði við lög. Hún er afskrifuð sem enn ein einmana húsmóðirin með ofskynjanir og almennar grillur. Og alltof mikla móðu á glugga. Sjálf færist Anna sífellt nær bjargbrúninni og veltir fyrir sér hvort hún sé að ganga af göflunum. „Ég er að liðast í sundur eins og spilaborg, sandkastali á háflóði, fúinn stóll eða gamall skrjóður,“ segir hún mæðulega í stiklunni sem finna má á netinu.

Öll þekkjum við ráðgátumyndir á borð við The Girl on the Train, The Woman in the Window og hvað þær nú allar heita. Út af þeim er lagt í nýrri seríu í átta hlutum sem kemur inn á efnisveituna Netflix á föstudaginn kemur. Og nafnið? Haldið ykkur nú fast og dragið andann djúpt: The Woman in the House Across the Street from the Girl in the Window. Það er Konan í húsinu beint á móti stúlkunni í glugganum.

Hinni einmana Önnu finnst aldrei vera nægilega mikið í rauðvínsglasinu.
Hinni einmana Önnu finnst aldrei vera nægilega mikið í rauðvínsglasinu. Netflix


Töggur í þessum höfundum

„Það er töggur í þessum höfundum,“ hugsaði Kristen Bell, sem fer með hlutverk Önnu í þáttunum, þegar hún las handritið.

„Þetta var ólíkt öllu sem ég hafði áður heyrt og ég skellihló,“ segir Bell í viðtali við miðilinn Entertainment Weekly um kynninguna sem hún fékk á verkefninu. Það atriði hverfist um dóttur persónu hennar og á ugglaust eftir að fá ýmsa til að missa hökuna í gólfið. „Þetta var svo langt út fyrir rammann og absúrd að ég vissi um leið að ég yrði að vera með,“ bætir Bell við.

Svo mikla trú hefur Bell á verkefninu að hún framleiðir það líka, ásamt Will Ferrell og fleirum. Leikstjóri er Michael Lehmann.

Enginn hefur reynt að breiða yfir þá staðreynd að The Woman in the House Across the Street from the Girl next Door sé satíra, drekkhlaðin biksvörtum húmor, en aðstandendur segjast þó alls ekki vera að tala niður til mynda af þessu tagi, heldur þvert á móti votta þeim virðingu sína.

„Mér finnst við ekki vera að gera grín að þessum bókum eða myndunum sem gerðar hafa verið eftir þeim. Við erum að hlæja með þessari grein en ekki hlæja að henni,“ segir einn höfunda þáttanna, Rachel Ramras, við Entertainment Weekly.

Þetta hverfðist raunar allt um rétta jafnvægið enda teymið sem að þáttunum stendur allt miklir aðdáendur Woman in the-sagnanna. „Við fiktuðum stanslaust við þetta og teljum okkur hafa komið niður á tón sem er ekki sérlega algengur,“ útskýrir annar höfundanna, Larry Dorf.

Nánar er fjallað um The Woman in the House Across the Street from the Girl in the Window í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson