Lífið

Brá svo mikið að hún rann til í eigin þvagi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margar stórskemmtilegar sögur.
Margar stórskemmtilegar sögur. Mynd/hjalti/vilhelm

Þá er komið að lokaþættinum í Einkalífinu fyrir sumarfrí. Alls mættu átta gestir í þáttinn eftir áramót og fengu allir sömu spurninguna eftir að tökum lauk.

Gestirnir átta voru þau: Bjarni Benediktsson, Unnur Eggertsdóttir, Ebba Guðný Guðmundsdóttir, Logi Pedro Stefánsson, Patrekur Jaime, Halldóra Mogensen og Jóhannes Ásbjörnsson.

Spurningin var einföld og hljóðaði svona: Það vandræðalegasta sem þú hefur lent í?

Svörin voru fjölbreytt og nokkuð spaugileg.

Þórunn Erna Clausen segir nokkuð skemmtilega sögu frá því þegar kærastinn hennar í dag, Olgeir Sigurgeirsson, ákvað einn daginn að reyna vera smá fyndinn og bregða Þórunni sem þá var ólétt. 

Margir sem þekkja Þórunni vita að það á ekki að bregða henni og varð því útkoman ekkert spes þegar Olgeir öskraði á hann að það væri köttur beint fyrir aftan hana. 

Hér að neðan má hlusta á fleiri mjög vandræðalegar sögur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×