Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkissáttasemjari lætur Eflingarfólk greiða atkvæði um það sem SA hafa lagt á borðið

Að­al­steinn Leifs­son rík­is­sátta­semj­ari hef­ur lagt fram miðl­un­ar­til­lögu í deilu Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Hún fel­ur í sér að all­ir fé­lags­menn Efl­ing­ar á al­menn­um vinnu­mark­aði munu greiða at­kvæði um kjara­samn­ing sam­bæri­leg­an þeim sem önn­ur fé­lög Starfs­greina­sam­bands­ins hafa þeg­ar und­ir­rit­að við SA.

Ríkissáttasemjari lætur Eflingarfólk greiða atkvæði um það sem SA hafa lagt á borðið
Miðlunartillaga Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur ákveðið að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og SA. Mynd: Af vef stjórnarráðsins

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem felur í sér að allir félagsmenn Eflingar á almennum vinnumarkaði munu kjósa um kjarasamning sambærilegan þeim sem önnur félög innan Starfsgreinasambandins hafa þegar gert og að samningurinn feli í sér afturvirkar greiðslur frá 1. nóvember.

Þetta tilkynnti ríkissáttasemjari á blaðamannafundi sem hófst kl. 11 í dag.

Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur telst miðlunartillaga felld í atkvæðagreiðslu ef meira en helmingur greiddra atkvæða er á móti henni og ef mótatkvæðin eru fleiri en fjórðungur atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá.

Atkvæðagreiðslan verður rafræn, hefst á laugardag og á að standa yfir þar til síðdegis á þriðjudag.

Til þess að fella miðlunartillöguna þurfa ríflega fimm þúsund félagsmenn Eflingar að greiða atkvæði gegn henni, en yfir 20 þúsund manns starfa samkvæmt samningum Eflingar á almennum vinnumarkaði. Ef miðlunartillagan er ekki felld, telst kjarasamningur á grundvelli hennar samþykktur.

Efling hafnar lögmæti tillögunnar

Efling hefur sent frá sér tilkynningu, þar sem fram kemur að stéttarfélagið hafni lögmæti miðlunartillögunnar á þeim grundvelli að ríkissáttasemjari hafi ekki farið eftir ákvæðum laga um samráð við deiluaðila, sem beri að viðhafa áður en tillaga er lögð fram. 

EflingÞau þungu skilyrði sem eru fyrir því að fella miðlunartillögu sáttasemjara eru sögð bæði íþyngjandi og ólýðræðisleg, í tilkynningu frá Eflingu.

„Tillagan var lögð fram með óeðlilegum flýti og án samráðs við Eflingu,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Auk þess segir þar að miðlunartillagan gangi „gegn öllum venjum í samskiptum aðila vinnumarkaðarins, þar sem tíðkast hefur að miðlunartillögur fari bil beggja“.

„Hin svokallaða miðlunartillaga felur í sér að afstöðu annars aðilans er þröngvað upp á hinn. Tillagan er algjörlega samhljóða síðasta tilboði Samtaka atvinnulífsins. Ekkert tillit var tekið til sjónarmiða Eflingar í tillögunni. Efling fordæmir þessi vinnubrögð,“ segir í tilkynningu Eflingar.

Útlit fyrir áframhaldandi ófrið

Ríkissáttasemjari sagði á blaðamannafundinum að það hefði kristallast á síðasta fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að engin leið væri að frekar samtali á milli samningsaðila að það sem blasti við væru verkföll og jafnvel verkbönn og að afturvirkni í samningum yrði slegin út af borðinu af hálfu Samtaka atvinnulífsins.

Útlit væri fyrir að haldið yrði áfram á „einhverri ófriðarvegferð“ sem kæmi til með að hafa áhrif á samfélagið allt. 

Aðalsteinn svaraði spurningum fréttafólks á fundinum og sagði meðal annars enga leið fyrir hann, fremur en nokkurn annan, að vita hver niðurstaðan úr atkvæðagreiðslu á meðal allra félagsmanna Eflingar yrði. Það þyrfti að koma í ljós.

Hann lagði áherslu á að hann teldi rétt að Eflingarfélagar fengju kost á að taka afstöðu til þess að gera kjarasamning með sömu launahækkunum og önnur félög SGS hafa þegar samið um við Samtök atvinnulífsins og einnig að félagsmenn fengju allir að greiða atkvæði um hvort þeir vildu taka áhættuna á því að afturvirkni samninga myndi renna þeim úr greipum. 

Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa sagt að afturvirkni kjarasamninga frá 1. nóvember verði ekki á borðinu, ef gripið verði til verkfallsaðgerða en forsvarsmenn Eflingar hafa sagt að áfram verði gerð krafa um að samningar verði afturvirkir. 

Á Aðalsteini var að heyra að hann teldi trúverðugt að Samtök atvinnulífsins myndu ekki hnika frá þeirri línu sem mörkuð hefur verið af hálfu samtakanna í þeim efnum.

Hann sagði mikið undir í þessum efnum fyrir félagsfólk Eflingar, og vísaði í þeim efnum til greinar Katrín Ólafsdóttir dósent í hagfræði skrifaði á vef Heimildarinnar í gær.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (11)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gísli Sváfnisson skrifaði
    Verkalýðsfélögin um allt land hljóta að fordæma svona valdníðslu gagnvart samnings- og verkfallsrétti félagsmanna sinna. Að sáttasemjari ríkisins dragi taum atvinnurekenda er ekki upp á marga fiska!
    2
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Furðulegt ef þetta er löglegt.
    Hér er verið að taka samningsréttin af Eflingu og láta SA einhliða ákveða kjörin.
    Það er nefnilega ekki nóg að meirihluti þeirra sem kjósa hafni tillögu ríkissáttasemjara.
    Fjórðungur þeirra sem hafa atkvæðarétt verða að kjósa gegn tillögunni til að koma í veg fyrir að hún verði samþykkt. Það krefst mun meiri þátttöku í kosningunni en vaninn er.
    Mér sýnist að flest bendi til að ríkissáttasemjari sé alls ekki starfi sínu vaxinn.
    2
  • JT
    Jón Torfason skrifaði
    Er ekki upplagt að leggja þessa sömu tillögu fyrir BHM, það mundi spara tíma og þetta sífellda "vesen" við samninga? Eða láta þessa tillögu bara gilda fyrir alla héðan í frá.
    5
  • Guðrún Konný Pálmadóttir skrifaði
    Óskiljanlegt með öllu!
    2
  • HHH
    Hólmgeir Helgi Hákonarson skrifaði
    Á hvaða vegferð er þessi ríkissáttasemjari.
    1
    • Jón Ragnarsson skrifaði
      Eftir för handboltalandliðsins á heimsmeistaramótið virðist aðalmálið að skipta um þjálfara ? Mér sýnist ríkissáttasemjari hafa tekið þetta til sín ,og þess vegna lagt ,, tillögu SA" sem sína tillögu , og ákveðið að hann eigi ekki að halda áfram að vera í starfi ?
      0
  • Mjög undarleg nálgun að þröngva inn atkvæðagreiðslu á samning sem Efling bjó ekki til. Engin málamiðlun um að hittast á miðri leið, bara sama samning og aðrir. Þetta verður eflaust til þess að hella bensín á eldinn.
    5
    • Hafþór Bryndísarson skrifaði
      Já þetta er frekar furðuleg aðferð til sáttaumleitana, í tilfellinu þar sem þetta tekst ekki verður þessi tilraun örugglega olía á eldinn. Ef það hefði allavega verið einhver málamynda tilraun til að mætast á miðri leið hefði það hinsvegar verið mun ólíklegra til að valda meiri erjum í framhaldinu.
      5
  • BG
    Birna Gunnarsdóttir skrifaði
    Ef aðeins það væri vinstriflokkur í ríkisstjórn, og sá flokkur jafnvel með ráðuneyti félags- og vinnumarkaðsmála á sínu forræði, þá gæti svona fasismi aldrei viðgengist.
    7
  • Hafþór Bryndísarson skrifaði
    Hvernig er hægt að kalla það 'miðlunartillögu' að leggja bara fram það sama og SA lagði fram?
    8
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Þetta er ekki viturleg tillaga. Þarna er ríkissáttasemjari að draga taum SA og gera lítið úr forystu Eflingar. Ég hefði haldið að ríkissáttasemjari gæti ekki leyft sér slíkt?
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
5
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
9
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár