Söfnuðu 28 milljónum til styrktar SKB

Stýrihópur TRIS 2020-2021 ásamt Rósu Guðbjartsdóttur, formanni SKB.
Stýrihópur TRIS 2020-2021 ásamt Rósu Guðbjartsdóttur, formanni SKB. Ljósmynd/Aðsend

TRIS, ís­lenska Team Rynke­by liðið, af­henti á laug­ar­dag Styrkt­ar­fé­lagi krabba­meins­sjúkra barna (SKB) 28 millj­ón króna styrk sem liðinu tókst að safna í ár.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu TRIS.

Team Rynke­by er evr­ópskt góðgerðar­verk­efni sem miðar að því að styðja við bakið á börn­um með al­var­lega sjúk­dóma og rann­sókn­ir á þeim. Öll Norður­lönd­in ásamt nokkr­um öðrum Evr­ópuþjóðum taka þátt ár­lega.

Verk­efnið, sem hef­ur staðið yfir síðustu 20 árin, felst yf­ir­leitt í því að hjólalið safna styrkj­um frá fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um og halda viðburði til að vekja at­hygli á verk­efn­inu. Verk­efnið nær síðan há­marki þegar að liðin hjóla frá heima­lönd­um sín­um til Par­ís­ar.

Lið Team Rynkeby Ísland við afhendingu styrks til Styrktarfélags krabbameinssjúkra …
Lið Team Rynke­by Ísland við af­hend­ingu styrks til Styrkt­ar­fé­lags krabba­meins­sjúkra barna ásamt full­trú­um SKB. Ljós­mynd/​Aðsend

Síðustu tvö sum­ur fóru liðin þó ekki úr heima­land­inu vegna far­ald­urs­ins en alls tóku 59 lið þátt og töldu liðsmenn þeirra sam­an­lagt hátt í þrjú þúsund manns. Breytt fyr­ir­komu­lag virt­ist þó ekki koma að sök en sam­an­lagður afrakst­ur árs­ins er sá næst­hæsti frá upp­hafi, og sam­svar­ar hann ein­um og hálf­um millj­arði ís­lenskra króna.

Yfir 100 millj­ón­ir safn­ast frá 2017

Íslenska liðið TRIS hef­ur verið þátt­tak­andi í verk­efn­inu frá 2017 en síðan þá hef­ur þeim tek­ist að safna yfir 100 millj­ón­um króna sem hafa farið til SKB. Líkt og önn­ur lið fóru Íslend­ing­arn­ir ekki út fyr­ir land­stein­ana þetta árið en þess í stað nýttu þau tæki­færið til að kynna verk­efnið vítt og breitt um landið, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni.

„Styrk­ir frá Team Rynke­by eru að stærst­um hluta ætlaðir til rann­sókna og hef­ur Styrkt­ar­fé­lag krabba­meins­sjúkra barna síðustu ár fjár­magnað rann­sókn á síðbún­um af­leiðing­um af krabba­meini á barns­aldri og meðferð við því, sem fram fer á Barna­spítala Hrings­ins. Nú ligg­ur fyr­ir að velja ný rann­sókn­ar­efni og er það mikið ánægju­efni að geta fjár­magnað rann­sókn­ir sem geta bætt meðferð og lífs­kjör fé­lags­manna í Styrkt­ar­fé­lagi krabba­meins­sjúkra barna,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert