Fundað verður um Fossvogsskóla

Fossvogsskóla var lokað að hluta vegna myglu og rakaskemmda.
Fossvogsskóla var lokað að hluta vegna myglu og rakaskemmda. Haraldur Jónasson/Hari

„Það sem er mikilvægast núna er að setjast niður með foreldrum hvers barns fyrir sig sem fundið hefur fyrir einkennum og fara í gegnum hvaða möguleikar koma til greina til að leysa út þeirra málum,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við mbl.is.

Hann segist ætla að verða við beiðni Mörtu Guðjóns­dótt­ur, full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins í ráðinu, um auka­fund til að ræða skýrsl­una um Foss­vogs­skóla.  Jafnvel verði fundað með umhverfis- og heilbrigðisráði þar sem einnig hefur verið farið fram á sérstakan fund um málið þar.

Skúli segir skóla- og frístundasvið hafi óskað eftir samstarfi með heilsugæslunni varðandi mat á hvað hægt er að gera fyrir börn sem finna fyrir einkennum. 

„Nei, mér finnst ekki nóg hafa verið gert, ég get mjög vel sett mig í spor þessara foreldra. Það er ekki staða sem maður vill vera í; að eiga börn í skóla sem finna fyrir vanlíðan,“ svarar Skúli aðspurður hvort að hann telji nóg hafa verið gert varðandi vanda þessara barna. 

Hann segir mál sem tengjast myglu- og rakavandamálum ávalt snúin og segir lausnirnar líklega verða mismunandi fyrir börn. Helgi kveðst ekki geta að svo stöddu farið yfir mögulegar lausnir - unnið verði út frá því hvað foreldrar telji að komi til greina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert