Vann aftur og fór í sögubækurnar

Tadej Pogacar fagnar vel í dag.
Tadej Pogacar fagnar vel í dag. AFP

Slóveninn Tadej Pogacar tryggði sér í gær sigur í Frakklandshjólreiðunum annað árið í röð. Hann er aðeins 22 ára og sá yngsti til að vinna keppnina í tvígang.

Pogacar var einnig valinn fjallakóngur keppninnar og besti ungi hjólreiðamaðurinn. Belginn Wout van Aert kom fyrstur í mark í síðustu dagleiðinni í dag en forskoti Pogacars var ekki ógnað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert