Mega fara heim

Íbúar við Gilsá 1 og 2 við Hleiðargarðsfjall í Eyjafirði …
Íbúar við Gilsá 1 og 2 við Hleiðargarðsfjall í Eyjafirði fá að fara heim í dag. Haukur Arnar Gunnarsson

Ábúendur á Gilsá 1 og 2 í Eyjafirði fá að snúa aftur heim í dag eftir að aðgerðastjórn mat það svo að aðstæður séu orðnar öruggar við Hleiðargarðsfjall. Þar féll skriða fyrir viku.

Eftir að skriðan féll, en hún var sú stærsta sem sést hefur á svæðinu í fjórtán ár, voru bæirnir rýmdir ef ske kynni að skriður færu aftur af stað. Fylgst var náið með skriðusárinu þaðan sem áfram flæddi vatn eftir skriðuna.

Héðan féll skriðan. Skriðusárið hefur ekki sýnt breytingar frá því …
Héðan féll skriðan. Skriðusárið hefur ekki sýnt breytingar frá því á föstudaginn, segja almannavarnir. Ljósmynd/Lögreglan

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra og almannavörnum kemur fram að áhættan á svæðinu hafi minnkað, en að þrátt fyrir það megi enn búast við að laust efni geti fallið á svæðinu um ókomna tíð. 

Aðstæður eru metnar þannig að eftir mikinn snjóavetur og leysingar sumarsins er líklegt að óvenju mikið vatn hafi safnast fyrir í urðinni sem hafi valdið háum grunnvatnsþrýstingi og átt þátt í því að hluti urðarinnar í Hleiðargarðsfjalli rann fram,“ segir í tilkynningunni, en aðilar frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Veðurstofu Íslands hafa rannsakað vettvang síðustu daga.

Kort
Kort Kort
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert