Göngudeildin hringdi 55.000 símtöl

Landspítali í Fossvogi.
Landspítali í Fossvogi. mbl.is/Árni Sæberg

Alls hefur starfsfólk Covid-19 göngudeildar Landspítala hringt um 55.000 símtöl í skjólstæðinga deildarinnar. Þar er tekið á móti fólki sem er veikt af Covid-19, fólk skimað fyrir kórónuveirunni og sinnir göngudeildin jafnframt „umfangsmiklu eftirliti og stuðningi við þá sem eru með COVID-19 utan sjúkrastofnana.“

Þetta kemur fram í starfsemisupplýsingum Landspítala fyrir ágústmánuð.

Um 11.000 manns hafa verið í símaeftirfylgd hjá göngudeildinni.

„Hver og einn fær mörg símtöl og alls hafa símtölin verið um 55.000 frá uppafi faraldursins. Símtölin hafa án efa forðað komum á bráðamóttökur og innlögnum á spítalann og hugsanlega dregið úr alvarleika sjúkdómsins við innlögn og þar með gjörgæsludvölum,“ segir í starfsemisupplýsingum Landspítala.

Þar segir að yfirstandandi bylgja faraldursins sé ólík fyrri bylgjum að því leiti að mun fleiri börn hafi smitast. „En þau hafa þó enn ekki lagst inn á spítala vegna COVID-19.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert