Unnið að eflingu trausts í stjórnmálum

GRECO fer á þess leit að tillögurnar verði innleiddar fyrir …
GRECO fer á þess leit að tillögurnar verði innleiddar fyrir 30. apríl 2022. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu (GRECO) óska eftir því að Ísland upplýsi um innleiðingu tillagna sem varða æðstu handhafa framkvæmdarvalds fyrir 30. apríl 2022 en vinna starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu stendur enn yfir. 

Úttekt GRECO frá mars 2018 náði til æðstu handhafa framkvæmdarvalds annars vegar en hins vegar löggæsluyfirvalda og voru gerðar níu tillögur til Íslands í hvorum hluta.

Samkvæmt eftirfylgniskýrslu, sem GRECO birti í dag, hefur Ísland nú innleitt fjórar tillögur sem varða æðstu handhafa framkvæmdarvalds og eru fjórar til viðbótar innleiddar að hluta, að mati samtakanna, en ein tillagan telst ekki innleidd.

Í skýrslu starfshópsins frá september 2018 voru gerðar 25 tillögur til stjórnvalda og fela sumar í sér nánari útfærslu á tillögum GRECO. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hefur verið falið ráðgjafarhlutverk við innleiðingu tillagna starfshópsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert