„Nýtt“ Landssímahús kemur í ljós

Vinnupallar teknir niður. Í húsinu verður í framtíðinni eitt af …
Vinnupallar teknir niður. Í húsinu verður í framtíðinni eitt af glæsihótelum borgarinnar. mbl.is/sisi

Fyrir fáeinum dögum voru vinnupallar við framhlið Landssímahússins teknir niður og við blasti nýtt útlit hinnar sögufrægu byggingar við Austurvöll. Landssímahúsið er eitt af mörgum húsum sem Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði og prýða miðborg Reykjavíkur.

Í Landssímahúsinu og sambyggðum húsum verður í framtíðinni rekið eitt af glæsihótelum borgarinnar, Curio by Hilton. Að framkvæmdunum stendur félagið Lindarvatn ehf. Til stóð að opna hótelið vorið 2019 en opnunin hefur tafist af ýmsum ástæðum.

Framkvæmdum var fram haldið þrátt fyrir faraldur kórónuveirunnar og stórfækkun ferðamanna af hennar völdum. Nú er stefnt að því að ljúka verkinu sumarið 2021, upplýsir Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri Lindarvatns. „Vonandi verður lífið þá komið í eðlilegt horf og ferðaþjónustan komin í gang aftur. Maður leyfir sér að vera bjartsýnn, en reynslan hefur þó sýnt að það er ekkert fast í hendi,“ segir Jóhannes í umfjöllun um húsið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert