Handbolti

Fjögur lið í Höllinni sem hafa öll beðið lengi eftir bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumenn eru búnir að slá tvö efstu liðin í Olís deild karla út úr bikarnum á leið sinni í undanúrslitin.
Stjörnumenn eru búnir að slá tvö efstu liðin í Olís deild karla út úr bikarnum á leið sinni í undanúrslitin. Vísir/Hulda Margrét

Undanúrslit Powerade bikars karla í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld og í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn.

Í fyrri leiknum mætast Fram og Haukar klukkan 18.00 en seinni leikurinn er klukkan 20.15 og þar mætast Afturelding og Stjarnan.

Öll fjögur liðin eiga það sameiginlegt að hafa beðið lengi eftir bikarmeistaratitli í karlahandboltanum því ekkert af þessum fjórum félögum hafa verið bikarmeistarar undanfarin níu ár. Haukarnir hafa beðið langstyðst en þeirra bið er samt næstum því heill áratugur.

Haukarnir hafa ekki komið í bikaúrslitaleikinn í níu ár eða síðan þeir urðu síðasta bikarmeistarar árið 2014.

Framarar voru síðast í bikaúrslitaleiknum í haustbikarnum árið 2021 en þeir hafa ekki orðið bikarmeistarar í 23 ár eða síðan að þeir unnu bikarinn í fyrsta og eina skiptið árið 2000.

Stjörnumenn voru síðast í bikarúrslitaleiknum árið 2020 en þeir hafa ekki unnið bikarinn í sextán ár eða síðan árið 2007.

Afturelding var síðast í bikarúrslitaleiknum fyrir sex árum en hefur ekki unnið bikarinn í 24 ár síðan í síðasta bikarúrslitaleiknum á síðustu öld.

Framarar hafa unnið báða innbyrðis leiki sína við Hauka í vetur þar á meðal fimm marka sigur í byrjun þessa mánaðar.

Afturelding vann þriggja marka sigur á Stjörnunni, 29-26, í eina leik liðanna í deildinni en sá leikur fór fram í Garðabæ í desember. Seinni leikur liðanna er eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×