Robert Durst látinn

Í október var Durst dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi án mögu­leika á …
Í október var Durst dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi án mögu­leika á reynslu­lausn­ar. AFP

Banda­ríski auðkýf­ing­ur­inn Robert Durst, sem var dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi fyr­ir morðið á Sus­an Berm­an, lést í dag 78 ára að aldri.

Að sögn lögmanns Durst lést hann úr hjartaáfalli en hann hafði áður glímt við ýmis heilsufarsvandamál, þar á meðal krabbamein í þvagblöðru. Durst hafði verið fluttur á sjúkrahús í október, þar sem hann lá þungt haldinn í öndunarvél, vegna Covid-19, og er talið að heilsufar hans hafi versnað mikið vegna smitsins.

Myrti nána vinkonu sína

HBO-heim­ildaþætt­irn­ir The Jinx byggja á morðinu á Sus­an Berm­an árið 2000 en hún var náin vin­kona Durst. Hann myrti hana til þess að koma í veg fyr­ir að hún upp­lýsti lög­reglu um hvarf eig­in­konu Durst, sem hvarf árið 1982 og er tal­in af.

Í október var Durst dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi án mögu­leika á reynslu­lausn­ar en sak­sókn­ari held­ur því fram að Durst hafi einnig verið sek­ur um morðið á tveim­ur í viðbót; eig­in­konu sinni ann­ars veg­ar og öldruðum ná­granna sín­um hins veg­ar, sem komst að því hver hann var á meðan hann hélt sig í fel­um árið 2001.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka