Stuðulinn var ansi hár á okkur í kvöld

Ásgeir Örn Hallgrímsson á hliðarlínunni í kvöld.
Ásgeir Örn Hallgrímsson á hliðarlínunni í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari karlaliðs Hauka í handbolta, var stoltur í kvöld eftir 34:28-útisigur á ÍBV í þriðja leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Staðan í einvíginu er nú 2:1, ÍBV í vil, en ÍBV hefði orðið Íslandsmeistari með sigri í kvöld.

„Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Þeir eru snillingar að ná upp þessum leik eftir tvö svekkjandi töp og ná upp þessum leik í þessum partíham á eyjunni.

Ég veit aldrei hvernig mínir menn eru stefndir fyrr en þetta byrjar, en svo leið mér ógeðslega vel eftir nokkrar mínútur og ég fann að þeir yrðu góðir í kvöld,“ sagði Ásgeir við mbl.is eftir leik.

Ásgeir Örn Hallgrímsson á hliðarlínunni í kvöld.
Ásgeir Örn Hallgrímsson á hliðarlínunni í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Haukar náðu einnig góðu forskoti í fyrsta leik, en misstu það svo úr höndum sér. Það kom ekki til greina í kvöld.

„Síðustu tveir leikir sýna okkur það að við megum ekki slaka á, þótt við séum komnir nokkrum mörkum yfir. Við vissum að það kæmi leikhlé og áhlaup hjá þeim en núna náðum við að halda ró. Við vorum klókari.“

Ásgeir viðurkennir að fáir hafi átt von á sigri Hauka í kvöld, nema kannski Haukar sjálfir. Hann var sigurreifur þegar talið barst að því og framhaldinu í einvíginu. 

„Ætli það ekki. Stuðullinn var ansi hár á okkur í kvöld, en þetta er ekki búið fyrr en það er búið. Á meðan það er séns, þá höldum við áfram. Mér líst ógeðslega vel á þetta einvígi núna og ég er ekkert eðlilega spenntur að spila á mánudaginn,“ sagði Ásgeir.

Ásgeir Örn Hallgrímsson fyrir framan stuðningsmenn Hauka í kvöld.
Ásgeir Örn Hallgrímsson fyrir framan stuðningsmenn Hauka í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert