Fótbolti

Ingi­björg hafði betur gegn Selmu Sól í Ís­lendinga­slag

Aron Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir er leikmaður Vålerenga.
Ingibjörg Sigurðardóttir er leikmaður Vålerenga. Vålerenga

Valerenga hafði í dag betur gegn Rosen­borg í Ís­lendinga- og toppslag norsku úr­vals­deildarinnar í knatt­spyrnu.

Ingi­björg Sigurðar­dóttir var á sínum stað í hjarta varnar­línu Valerenga í leiknum á meðan að Selma Sól Magnús­dóttir var á miðjunni hjá Rosen­borg.

Valerenga hefur náð að búa sér til afar gott for­skot á toppi norsku deildarinnar og byrjaði liðið leik dagsins mun betur.

Á 27. mínútu kom Olaug Tved­ten boltanum í netið fyrir Valerenga og á 54. mínútu tvö­faldaði Thea Bjeld­e for­ystu liðsins.

Selma Sól fór af velli á 59. mínútu fyrir Celine Emili­e Nergard og Rosen­borg tókst svo að minnka muninn á 75. mínútu með marki frá Emili­e Nautes.

Janni Thomsen bætti hins vegar við síðasta marki leiksins á tíundu mínútu uppbótatíma venjulegs leiktíma og fór Valerenga því af hólmi með 3-1 sigur og styrkir um leið stöðu sína á toppi norsku deildarinnar.

Níu stigum munar á milli Valerenga í efsta sætinu og Rosen­borg í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×