Stærsta herskipið stuðar Rússa

U.S.S. Gerald R. Ford er heljarstórt vetnisskip sem getur það …
U.S.S. Gerald R. Ford er heljarstórt vetnisskip sem getur það allt að 90 flugþotur og þyrlur. AFP

Heimsins stærsta herskip liggur nú við höfn í Ósló í Noregi. Rússneska sendiráðið telur að það sé óskynsamleg og skaðleg ógn gagnvart Rússlandi að skipið hafni við borgina.

Skipið, sem heitir USS Gerald R. Ford, sigldi inn í Óslóarfjörð í dag og mun liggja við höfnina í nokkra daga áður en það heldur til norðurskautssvæðisins.

Skipið er kjarnorkuknúið. Það er 337 metrar að lengd og hefur 100 þúsund tonna særými. Auk þess getur það flutt allt að 90 þotur og þyrlur.

Í yfirlýsingu norska hersins kemur fram að heimsóknin sé talin veita einstakt tækifæri til þess að þróa samvinnu hersins við Bandaríkin, sem talinn er mikilvægasti bandamaður hersins

Rússar ósáttir

Rússneska sendiráðinu líst þó ekki jafn vel á blikuna og norska hernum.

„Engin vandamál í norðri kalla á hernaðarlausnir eða utanaðkomandi inngrip,“ segir Timur Tjekanov, talsmaður rússneska sendiráðsins í Ósló.

„Með tilliti til þess að Noregur viðurkenni að landinu stafar engin hernaðarógn af Rússlandi, virðast slíkar ógnir vera óskynsamlegar og skaðlegar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert