Ernirnir eru tilkomumiklir á flugi

Ungfuglar flugu yfir flæðarmáli nærri Stykkishólmi og vöktu athygli allra …
Ungfuglar flugu yfir flæðarmáli nærri Stykkishólmi og vöktu athygli allra sem til sáu. mbl.is/Bogi Þór Arason

Tilkomumikið var að sjá þegar þrír ungir hafernir flugu yfir flæðarmáli nærri Stykkishólmi á dögunum. Þessir fuglar eru á öðru og þriðja ári og því komnir vel á legg.

Einnig mátti þarna líta fullorðinn fugl sveima meðfram ströndinni og af merkjum að dæma er sá ellefu ára gamall, skv. myndunum hér á síðunni sem Bogi Þór Arason tók.

Sem jafnan fyrr heldur haförninn, konungur íslenskra fugla, sig mikið við Breiðafjörðinn en talið er að 2/3 stofnsins séu þar. Svo er alltaf nokkuð af örnum sunnan Snæfellsnessfjallgarðs, á Vestfjörðum og við Húnaflóa, en arnarpörin á landinu um 85 talsins. „Við teljum arnarvarpið í ár hafa heppnast vel, en eftir nokkrar vikur ætti þetta allt að vera komið á hreint. Ungarnir eru alltaf í hreiðum vel fram í ágúst,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, í Morgunblaðinu í dag. Vitað er um 59 arnarhreiður á landinu þetta sumar, en metárið í fyrra voru hreiðrin 65 og úr þeim fóru á flug alls 56 ungar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert