50 flóttafangar enn ófundnir

Miklar aðgerðir eru í gangi á svæðinu.
Miklar aðgerðir eru í gangi á svæðinu. AFP

Fimm líbanskir fangar á flótta létust í árekstri fyrr í dag. Er um að ræða hluta 69 fanga sem tókst að brjótast út úr fangelsi nærri höfuðborg Líbanons, Beirút. Fréttastofa Reuters greinir frá málinu. 

Forseta Líbanons, Michel Aoun, hefur verið greint frá málinu, en hann tjáði sig um það á Twitter-síðu sinni í gær. Í yfirlýsingu hans á miðlinum kom fram að settur yrði meiri kraftur í leitina auk þess sem málið yrði rannsakað til hlítar. 

Nú þegar hafa 15 fangar fundist auk þess sem fjórir hafa gefið sig fram. Þar af létust, líkt og fyrr segir, fimm þegar bifreið þeirra var ekið á tré. Einungis einn lifði slysið af og liggur sá á sjúkrahúsi. 

Ríkismiðill Líbanon greindi frá því að fangarnir hefðu sloppið með því að brjóta upp dyrnar á fangaklefunum. Mikil ólga hefur verið í fangelsum landsins í kjölfar veirufaraldursins, en fangelsi landsins eru mörg hver yfirfull. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert