Nýliðarnir byrjuðu á stórsigri

Fanney Ragnarsdóttir úr Fjölni og Vaka Þorsteinsdóttir úr Snæfelli í …
Fanney Ragnarsdóttir úr Fjölni og Vaka Þorsteinsdóttir úr Snæfelli í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Nýliðar Fjölnis byrja tímabilið vel í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, en Grafarvogsstúlkurnar unnu öruggan sigur á Snæfelli í fyrsta leik tímabilsins í Dalhúsum í kvöld, 91:60.

Snæfell byrjaði betur, var yfir 21:10 eftir fyrsta leikhluta og 41:39 í hálfleik. Hólmarar voru aðeins með sjö leikmenn á skýrslu í kvöld og höfðu ekki orku í seinni hálfleikinn þar sem Fjölnisliðið valtaði yfir þær, skoraði 52 stig gegn aðeins 19 og vann stórsigur þegar upp var staðið.

Fiona O'Dwyer skoraði 20 stig fyrir Fjölni og tók 16  fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir skoraði 18 stig og Lina Pikciuté skoraði 17 stig og  tók 12 fráköst.

Hjá Snæfelli skoraði Iva Georgieva 18 stig og tók 10 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 14 stig og tók 14  fráköst og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 13 stig.

Gangur leiksins: 3:5, 7:5, 10:11, 10:21, 14:26, 22:36, 26:38, 37:41, 46:41, 57:47, 62:47, 69:51, 71:55, 76:57, 86:60, 91:60.

Fjölnir: Fiona Eilish O'Dwyer 20/16 fráköst/5 stoðsendingar, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 18/5 stolnir, Lina Pikciuté 17/12 fráköst/3 varin skot, Margret Osk Einarsdottir 11/4 fráköst, Emma Hrönn Hákonardóttir 6, Fanney Ragnarsdóttir 5/7 stoðsendingar, Heiða Hlín Björnsdóttir 5/6 fráköst, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 4, Diljá Ögn Lárusdóttir 3, Fanndís María Sverrisdóttir 2.

Fráköst: 35 í vörn, 15 í sókn.

Snæfell: Iva Georgieva 18/10 fráköst/7 stoðsendingar, Anna Soffía Lárusdóttir 14/14 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 13/5 fráköst, Vaka Þorsteinsdóttir 7, Emese Vida 5/11 fráköst, Ingigerður Sól Hjartardóttir 3.

Fráköst: 32 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Stefán Kristinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert