Þrír særðust í stunguárás í Noregi

mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Að minnsta kosti þrír særðust, þar af einn alvarlega, í stunguárás í Numedal í suðausturhluta Noregs í morgun. 

Hinn grunaði hefur verið handtekinn að sögn lögreglunnar á svæðinu en hún hefur ekki gefið upp ástæðu fyrir árásinni.

Þá segir lögreglan að útlit sé fyrir að árásarmaðurinn hafi ráðist á fólk af handahófi við strætóstoppistöð rétt við framhaldsskóla í bænum og að nokkrir nemendur hafi orðið vitni að árásinni.

Sveitarstjórnin í Numedal hefur verið boðuð á neyðarfund vegna málsins, að sögn Jans Gaute Bjerke sveitarstjóra í Nore og Ulvdal sveitarfélaginu. Hann ræddi við NRK og sagði að bæjarstjórnin myndi nú ræða næstu skref.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert