„ÍR mun alltaf eiga sérstakan stað í mínu hjarta“

Borche Ilievski er hættur sem þjálfari ÍR eftir sjö ár …
Borche Ilievski er hættur sem þjálfari ÍR eftir sjö ár í starfi. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Borche Ilievski hefur látið af störfum sem þjálfari karlalaiðs ÍR í körfuknattleik en þetta staðfesti hann í samtali við mbl.is í morgun.

Þjálfarinn náði frábærum árangri með ÍR tímabilið 2018-19 þegar kom liðinu í úrslit Íslandsmótsins þar sem ÍR-ingar töpuðu fyrir KR í oddaleik.

Það hefur hins vegar lítið gengið upp hjá liðinu undanfarin tvö tímabil og eru ÍR-ingar án sigurs í fyrstu þremur leikjum sínum í úrvalsdeild karla, Subway-deildinni, á tímabilinu.

„Að vel ígrunduðu máli ákvað ég að stíga til hliðar sem þjálfari,“ sagði Borche í færslu sem hann birti á Facebook í dag.

„Ég verð ævinlega þakklátur félaginu sjö frábær ár og öllu fólkinu sem ég starfaði með á þessum tíma, bæði leikmönnum og starfsfólki.

Ég vil þakka stuðningsmönnunum Ghetto Huligans fyrir ótrúlegan stuðning, bæði þegar vel gekk og eins þegar illa gekk.

ÍR mun alltaf eiga sérstakan stað í mínu hjarta og ég verð eilífðar stuðningsmaður félagsins,“ sagði Borche meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert