Innlent

Guðlaugur Þór í sóttkví

Samúel Karl Ólason skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Vísir/Vilhelm

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra er kominn í sóttkví. Það er eftir að starfsmaður utanríkisráðuneytisins greindist smitaður af Covid-19 í gær.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Guðlaugur Þór hafi ekki fundið fyrir einkennum og kenni sér einskis meins.

Hann fór í PCR-próf í morgun og mun fara í annað á laugardag. Verði það neikvætt verður hann laus úr sóttkví. Tveir aðrir starfsmenn ráðuneytisins eru í sóttkví.


Tengdar fréttir

194 greindust innan­lands

194 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta er næsthæsti fjöldi sem greinst hefur á einum degi frá upphafi faraldursins, en mesti fjöldinn var 206 þann 15. nóvember síðastliðinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×