Setti Íslandsmet í Boston

Baldvin Þór Magnússon.
Baldvin Þór Magnússon. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Langhlauparinn Baldvin Þór Magnússon setti Íslandsmet í 5.000 metra hlaupi innanhúss á Sharon Colyear-Danville-mótinu í Boston í Bandaríkjunum um nýliðna helgi.

Baldvin, sem er 23 ára gamall, kom í mark á tímanum 14:01,29 mínútum og bætti um leið fimm ára gamalt Íslandsmet Hlyns Andréssonar um tíu sekúndur.

Baldvin stundar nám í Eastern Michigan-háskólanum í Bandaríkjunum en hann setti einnig Íslandsmet í 5.000 metra hlaupi utanhúss fyrr á árinu þegar hann hljóp á tímanum 13:32,47 mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert