Hluti fuglsvængs fannst í salati

Svona líta salatpakkningarnar út sem verið er að kalla inn.
Svona líta salatpakkningarnar út sem verið er að kalla inn. Ljósmynd/Hagkaup

Hollt og gott hefur kallað inn Veislusalat 100 g pakkningar vegna aðskotahlutar, hluta af fuglsvæng, sem fannst í salatinu.

Þetta er gert í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Veislusalat er pakkað inn á Ítalíu fyrir Hollt og gott og eru pakkningarnar eins og á mynd.

Best fyrir dagsetningin sem kölluð er inn er 21. nóvember 2020 og dreifingaraðilar eru Krónan, Hagkaup, Melabúðin, Fjarðarkaup, Rangá, Seljakjör og Kaupfélag Skagfirðinga.

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga, skila henni í verslunina þar sem hún var keypt, eða til Hollt og gott, gegn fullri endurgreiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert