Pamela skellur á Mexíkó af fullum krafti

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. HO

Búist er við því að hitabeltisstormurinn Pamela skelli á vesturströnd Mexíkó af fullum krafti sem fellybylur í dag. Miðstöð fellibylja í Bandaríkjunum hefur varað við því að fellibylurinn geti haft lífshættuleg áhrif þegar hann nær landi.

Spáð var að fellibylurinn færi yfir suðurodda Baja í Kaliforníu áður en hann færði sig í átt að Kyrrahafshöfninni Mazatlan með hitabeltisstormviðri sem áætlað var að myndi hefjast klukkan átta í morgun á staðartíma Greenwich, að því er fréttastofa AFP greinir frá.

Leiðin sem áætlað er að hitabeltisstormurinn Pamela fari yfir Mexikó.
Leiðin sem áætlað er að hitabeltisstormurinn Pamela fari yfir Mexikó. Kort/AFP

Hámarksvindhraði 112 km/klst

„Búist er við að stormurinn sæki í sig veðrið yfir nóttu og því spáð að hann muni ná fellibylsstyrk áður en hann nær að ströndum vesturhluta Mexíkó á miðvikudagsmorgun,“ segja talsmenn miðstöðvar fellibylja í Bandaríkjunum.

Fellibylurinn var staðsettur um 275 kílómetra vestur og suðvestur af Mazatlan í Mexíkó klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma, samkvæmt viðvörun stofnunarinnar. Færðist hann þá á hraðanum 19 km/klst og var hámarksvindhraði hans 112 km/klst.

Að sögn talsmanna stofnunarinnar, sem er staðsett í Miami, er veruleg hætta á flóðum og stórum öldum við strendur með tilheyrandi eyðileggingum.

Leifar stormsins gætu valdið mikilli úrkomu í hluta Texas- og Oklahoma-ríki seint á miðvikudag og fimmtudag með mögulegum flóðaáhrifum.

Sjúkraflutningamenn björguðu barni úr húsi sem hafði orðið undir í …
Sjúkraflutningamenn björguðu barni úr húsi sem hafði orðið undir í aurskriðu í kjölfar fellibylsins Grace í ágúst sl. AFP

Þrír fellibylir á tveimur mánuðum

Fellibyljir við strendur Mexíkó eru ekki óalgengir en minnst þrír hafa náð landi þar á undanförnum tveimur mánuðum.

Í ágúst skall fellibylurinn Nora á land í Kyrrahafsríkinu Jalisco. Einn maður týndist í þeim fellibyl og eitt barn lést.

Minnst ellefu létu lífið þegar fellibylurinn Grace náði landi á austurströnd Mexíkó í sama mánuði.

Í september reið fellibylurinn svo Olaf yfir Baja en hann olli minniháttar skemmdum á mannvirkjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert