Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hádegisfréttir hefjast á slaginu 12.00.
Hádegisfréttir hefjast á slaginu 12.00. vísir

Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að atburðarásinni er ekki lokið. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.

Ekki sjást merki um að gos sé að hefjast í dag en ómögulegt sé að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Við ræðum nánar við Magnús Tuma í hádegisfréttum okkar.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri atvinnurekenda, segir íslensk stjórnvöld ekkert vilja aðhafast þótt Mjólkursamsalan selji mjólkur-og undanrennuduft úr landi á helmingi lægra verði en til íslenskra fyrirtækja. Nánar verður fjallað um þetta mál í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Við höldum áfram umfjöllun okkar um brotalamir í brunavörnum á Eiðistorgi, fjöllum um bóluefnapólitík sem skapast hefur í kringum Evrópusambandið. Þetta og margt fleira í stútfullum hádegisfréttatíma sem hefst á slaginu 12:00.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×