Fjórir skjálftar um og yfir 4 að stærð

Mynd af grjóthruni á Reykjanesskaga eftir að skjálftahrinan fór af …
Mynd af grjóthruni á Reykjanesskaga eftir að skjálftahrinan fór af stað á miðvikudag. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Fjórir jarðskjálftar um og yfir 4,0 að stærð hafa mælst um 2 kílómetrum norður af Fagradalsfjalli í dag. Einnig hafa þó nokkrir skjálftar yfir 3,0 mælst.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum á Veðurstofu Íslands.

Yfir 100 tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að skjálftarnir í dag hafa fundist víðsvegar á suðvesturhorninu, á Hellu og í Borgarfirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert