Manchester United í undanúrslit

Edinson Cavani skorar fyrir Manchester United í leiknum í kvöld.
Edinson Cavani skorar fyrir Manchester United í leiknum í kvöld. AFP

Manchester United sigraði Granada frá Spáni 2:0 í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester í kvöld.  United sigraði samanlagt 4:0 og er komið í undanúrslit. 

United mætir Roma í undanúrslitum keppninnar en Roma sló Ajax út í kvöld.

Manchester United vann fyrri leikinn 2:0 á Spáni og var því í góðri stöðu. Staðan varð fljótt enn betri því Edinson Cavani skoraði laglegt mark á 6. mínútu. Fyrirliðinn Paul Pogba skallaði boltann aftur fyrir sig eftir fyrirgjöf frá vinstri. Pogba skallaði beint á Cavani sem tók boltann á lofti í teignum og sendi boltann í hægra hornið.   

Síðara markið kom á 90. mínútu og var sjálfsmark eftir fyrirgjöf Telles frá vinstri. 

Edinson Cavani skoraði fimmtugasta mark sitt í Evrópuleikjum félagsliða í kvöld og er fyrsti leikmaðurinn frá Úrúgvæ til að ná því. Hefur hann jafnframt skorað í Evrópuleikjum ellefu tímabil í röð. 

Man. Utd 2:0 Granada opna loka
90. mín. Man. Utd skorar 2:0 Sjálfsmark. Telles gaf fyrir frá vinstri. Mata náði ekki til boltans og hann hafnaði í Vallejo og fór þaðan í netið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert