Spá breytingum á sóknarlínu Belga

Fjölmiðlar í Belgíu spá því að Jeremy Doku verði í …
Fjölmiðlar í Belgíu spá því að Jeremy Doku verði í byrjunarliðinu í kvöld. AFP

Ísland og Belgía mætast í A-deild Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 18:45.

Íslenska liðið er án stiga í 2. riðli keppninnar á meðan Belgar eru með 6 stig í sjötta sætinu, einu stigi minna en England, sem er í efsta sæti riðilsins.

Belgar töpuðu 2:1-fyrir Englandi á Wembley á síðustu umferð A-deildarinnar á meðan Ísland tapaði 3:0 á Laugardalsvelli fyrir Danmörku.

Belgískir fjölmiðlar eiga ekki von á miklum breytingum á byrjunarliði Belga í kvöld, frá tapinu gegn Englandi.

Simon Mignolet verður í markinu með þá Toby Alderweireld, Dedryck Boyata og Jason Denayer fyrir framan sig.

Tomas Meunier, Alex Witsel og Youri Tielemans verða á miðsvæðinu en fjölmiðlar í Belgíu spá því að Yannick Carrasco spili sem vængbakvörður í kvöld en ekki kantmaður eins og gegn Englandi.

Mestar breytingar verða á framlínunni en Kevin De Bruyne, Romelu Lukaku og Carrasco voru í fremstu víglínu gegn Englandi.

Fjölmiðlar í Belgíu telja hins vegar að Leandro Trossard, Lukaku eða Jeremy Doku og Yari Verschaeren byrji í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert