Körfubolti

Donovan Mitchell þurfti að fara af velli þegar Utah Jazz sigraði Indiana Pacers

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Donovan Mitchell hefur verið sjóðandi heitur í seinustu leikjum fyrir Utah Jazz. Það var því mikið áfall fyrir liðið þegar hann þurfti að fara af velli.
Donovan Mitchell hefur verið sjóðandi heitur í seinustu leikjum fyrir Utah Jazz. Það var því mikið áfall fyrir liðið þegar hann þurfti að fara af velli. Alex Goodlett/Getty Images

Donovan Mitchell, leikmaður Utah Jazz í NBA deildinni, þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hann meiddist á ökkla. Mitchell hefur verið sjóðandi heitur undanfarið, og því mikið áfall fyrir liðið að missa þennan 24 ára skotbakvörð í meiðsli. Utah Jazz hélt út án Mitchell og vann að lokum 119-111.

Donovan Mitchell var kominn með 22 stig þegar hann lenti illa og liðsfélagar hans þurftu að styðja hann út af vellinum snemma í þriðja leikhluta.

Röntgen myndir sem teknar voru á staðnum voru neikvæðar, en Mitchell fer í segulómskoðun í næstu viku.

Eins og áður segir hefur Mitchell verið sjóðandi heitur í undanfarið, en hann hefur skorað að meðaltali 40,5 stig í seinustu fjórum leikjum, ef leikurinn í nótt er ekki talinn með.

Atvikið má sjá hér að neðan, en Mitchell virðist snúa sig illa.

NBA

Tengdar fréttir

Kevin Durant dró vagninn fyrir Brooklyn Nets

Kevin Durant og félagar hans í Brooklyn Nets áttu ekki í miklum vandræðum þegar Charlotte Hornets kíktu í heimsókn í nótt. Hornets unnu fyrsta leikhlutann en Brooklyn tóku hægt og bítandi völdin og unnu að lokum sannfærandi sigur, 130-115.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×