Körfubolti

Svona lítur úr­­slita­­keppnin út í 1. deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjölnir mætir Vestra en Hrunamenn mæta Hamri.
Fjölnir mætir Vestra en Hrunamenn mæta Hamri. Facebook-síða Fjölnis

Síðasta umferðin í deildarkeppni fyrstu deildar karla fór fram í kvöld en Breiðablik var fyrir kvöldið komið upp í Domino's deildina.

Vegna kórónuveirunnar fara, í fyrsta skipti, öll liðin í úrslitakeppni og hefjast átta liða úrslitin á laugardaginn þar sem liðin keppa um eitt sæti í Domino's deildinni.

Vinna þarf tvo leiki í átta liða úrslitunum, þrjá í undanúrslitunum og þrjá í úrslitunum en liðin fá ekki langt frí því fyrsta deildin hefur úrslitakeppni sína fyrsta allra, strax á laugardaginn.

Hamar mætir Hrunamönnum sem þurftu að gefa síðustu tvo leiki sína vegna kórónuveirusmita og Sindri, sem endar í þriðja sæti, mætir Selfoss í áttunda sætinu.

Vestri mætir Fjölni en liðin enduðu í fjórða og sjöunda sætinu og síðast en ekki síst mætir liðin í fimmta og sjötta sæti; Álftanes gegn Skallagrím.

Átta liða úrslitin:

Hamar - Hrunamenn

Sindri - Selfoss

Vestri - Fjölnir

Álftanes - Skallagrímur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×