Enski boltinn

Conte í aðgerð eftir gallsteinakast

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Antonio Conte þarf að leggjast undir hnífinn.
Antonio Conte þarf að leggjast undir hnífinn. getty/Tottenham Hotspur FC

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, gengst undir aðgerð í dag þar sem gallblaðran verður fjarlægð úr honum.

Conte hefur glímt við kviðverki undanfarna daga. Hann fékk gallsteinakast og fjarlægja þarf gallblöðruna úr Ítalanum. Tottenham greindi frá þessu í dag.

Óvíst er hvort Conte geti verið á hliðarlínunni þegar Tottenham tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City á sunnudaginn. Þessi lið mættust 19. janúar þar sem City vann 4-2 sigur eftir að hafa lent 0-2 undir.

Spurs er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 36 stig, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×