Grímuskylda verður áfram í Strætó

Grímuskylda verður áfram í Strætó.
Grímuskylda verður áfram í Strætó. mbl.is/Sigurður Bogi

Strætó hefur tekið þá ákvörðun að áfram verði grímuskylda í vögnum Strætó frá og með morgundeginum, þrátt fyrir að í reglugerð heilbrigðisráðherra, sem tekur gildi á morgun, sé kveðið á um að þeir sem hafi greinst með Covid-19 séu undanþegnir grímuskyldu.

Í tilkynningu frá Strætó segir að til þess að gæta fyllsta öryggis og til að forðast óþarfa álag og hugsanlega árekstra um borð sé þessi ákvörðun tekin.

Nær þetta til viðskiptavina og vagnstjóra á bæði höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.

Með þessu fetar Strætó í fótspor Haga og Festi sem tilkynntu bæði í gær að grímuskylda yrði í verslunum fyrirtækjanna. Reka þau meðal annars Hagkaup, Bónus, Krónuna og Elko.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert