Jóhann kominn til Stjörnunnar

Jóhann Árni Gunnarsson með boltann í leik með Fjölni gegn …
Jóhann Árni Gunnarsson með boltann í leik með Fjölni gegn Magna í 1 .deildinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnudeild Stjörnunnar staðfesti í dag að félagið hefði náð samkomlagi við Fjölni um félagsskipti fyrir miðjumanninn Jóhann Árna Gunnarsson.

Hann hefur í framhaldi af því samið við Garðabæjarfélagið til fjögurra ára.

Jóhann er tvítugur miðjumaður sem hefur skorað fjögur mörk í 20 leikjum með Fjölni í úrvalsdeildinni og þrettán mörk í 42 leikjum í B-deildinni, þar af níu mörk í 20 leikjum á síðasta tímabili. Hann á að baki 19 leiki með yngri landsliðum þar sem hann hefur skorað eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert