Starfsfólk krabbameinsdeildar ekki smitað

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Allt starfsfólk blóð- og krabbameinslækningadeildar sem fór í skimun í morgun hefur fengið neikvætt svar við Covid-19 og er því ekki smitað. Beðið er eftir niðurstöðum úr skimun sjúklinga og er áætlað að þær berist upp úr klukkan fjögur síðdegis. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala.

Í gærkvöldi kom í ljós að einstaklingur sem hafði dvalið stutt á deildinni var smitaður af Covid-19. Þá voru allir sjúklingar deildarinnar skimaðir fyrir veirunni og deildinni lokað fyrir nýjum innlögnum. Starfsfólk fór í skimun í morgun. 

Þegar niðurstöður úr skimun sjúklinga liggur fyrir verða teknar ákvarðanir um stöðu og starfsemi deildarinnar, til dæmis um opnun hennar á nýjan leik eða frekari lokanir eða takmarkanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert