Hvítt yfir á Húsavík

Snjór féll á Húsavík í nótt.
Snjór féll á Húsavík í nótt. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Snjór féll á Norðausturland í nótt og vöknuðu íbúar við hvíta jörð í morgun. Að sögn fréttaritara mbl.is á Húsavík hefur skipst á með sól og éljum, en snjórinn er byrjaður að bráðna og hiti er nú yfir frostmarki.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var víða næturfrost í nótt og má búast við að áfram verði skýjað og él norðaustanlands. Á landinu öllu er yfirleitt léttskýjað og stöku smá él, hiti 0 til 9 stig að deginum og hlýjast suðvestan til.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert