„Þú færð ekki betra dauðafæri“

Kári Árnason lék 90 A-landsleiki og fór á tvö stórmót …
Kári Árnason lék 90 A-landsleiki og fór á tvö stórmót með íslenska liðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þessi leikur leggst ágætlega í mig og þú færð ekki betra dauðafæri en þetta til þess að tryggja þér sæti í lokakeppni Evrópumótsins,“ sagði Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið.

Ísland mætir Úkraínu í úrslitum umspils um sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2024 í Wroclaw í Póllandi í kvöld en lokakeppnin fer fram í Þýskalandi í sumar.

Kári, sem er 41 árs gamall, lék alls 90 A-landsleiki fyrir Ísland á árunum 2005 til ársins 2021 en hann starfar í dag sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings úr Reykjavík. Hann var í lykilhlutverki á tveimur stórmótum með landsliðinu, EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi.

Óverðskuldað dauðafæri

„Ég verð bara að vera hreinskilinn með það að þetta er mjög óverðskuldað dauðafæri sem við erum komnir í. Við höfum í raun ekkert getað í undankeppni Evrópumótsins og svo allt í einu erum við, kannski ekki alveg með boltann á marklínunni, en við erum allavega komnir vel áleiðis inn í vítateig andstæðingsins. Þetta er einn leikur og það getur allt gerst. Ég horfði á leik Úkraínu gegn Bosníu og Úkraínumennirnir voru mjög stressaðir, það sást langar leiðir.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert