10. janúar 2024 kl. 21:08
Íþróttir
Körfubolti

Lokaleikhlutinn tryggði Keflvíkingum sigur gegn Tindastól

Þrettánda umferð Subway-deildar karla í körfubolta hófst í kvöld með einum leik þegar Keflvíkingar unnu Tindastól, 99-86.

Tindastóll var með eins stigs forystu eftir fyrsta leikhluta og leiddi með fimm stigum í hálfleik, 53-58.

Fyrir lokaleikhlutann voru Stólarnir enn með forystuna, 71-74 en þeim gekk illa að hitta í honum og það nýttu heimamenn sér. Keflavík skoraði fyrstu sex stig leikhlutans og misstu aldrei forystuna eftir það. Þeir unnu síðasta leikhlutann 28-12 og leikinn því samanlagt 99-86.

Keflavík er komið upp að hlið Vals á toppnum með 18 stig, Tindastóll er í 7. sæti með 14 stig.