Varatreyjan í fánalitum Sádi-Arabíu

Newcastle mun leika í áhugaverðum varabúningum á næstu leiktíð.
Newcastle mun leika í áhugaverðum varabúningum á næstu leiktíð. AFP/Paul Ellis

Varabúningur enska knattspyrnufélagsins Newcastle á næstu leiktíð verður í fánalitum Sádi-Arabíu.

Það er The Guardian sem greinir frá þessu en félagið er í eigu sádiarabíska krónprinsins Mohammed bin Salman sem keypti félagið í október á síðasta ári.

Treyjan hefur ekki fengið góðar undirtektir hjá knattspyrnuáhugamönnum og svipar mjög til landsliðsbúnings Sádi-Araba.

Mannréttindasamtök gagnrýndu kaupin harðlega á síðasta ári enda hafa Sádi-Arabar verið gagnrýndir harðlega undanfarin ár fyrir að virða mannréttindi að vettugi í landi sínu.

Frá því að bin Salman keypti Newcastle hefur liðið klifrað upp töfluna í ensku úrvalsdeildinni og situr sem stendur í fjórtánda sætinu með 43 stig og er öruggt með sæti sitt í deildinni að ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert