Lykilmenn framlengja í Þorlákshöfn

Ágúst Örn Grétarsson, stjórnarmaður hjá Þór, Emil Karel, Lárus og …
Ágúst Örn Grétarsson, stjórnarmaður hjá Þór, Emil Karel, Lárus og Davíð við undirskrift í dag. Ljósmynd/Þór Þorlákshöfn

Lárus Jónsson, þjálfari Þórs úr Þorlákshöfn, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið og mun því þjálfa liðið til ársins 2026 hið minnsta. Þá skrifuðu þeir Davíð Arnar Ágústsson og Emil Karel Einarsson undir tveggja ára samninga.

Lárus hefur þjálfað liðið frá árinu 2020 en þar áður var hann hjá Þór á Akureyri. Hann gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2021 og hefur nú tryggt liðið í úrslitakeppnina í vor, þrátt fyrir afleita byrjun á tímabilinu.

Davíð og Emil eru báðir uppaldir hjá Þór og hafa leikið þar alla sína ferla. Emil lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 2009 og Davíð árið 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert