fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fréttir

Dæmdir brotamenn ráðnir til að byggja nýjan Landspítala – „Þessi aðili á sér blóði drifna slóð gjaldþrota fyr­ir­tækja“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. febrúar 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Andrei Buhhanevits var ráðinn sem undirverktaki að byggingu nýs Landspítala. Dómur féll yfir honum í Héraðsdómi Reykjaness í október síðastliðnum og var hann dæmdur í 16 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik og til greiðslu 177 milljóna króna sekt í ríkissjóð.

Sjá einnig: Dæmdur í annað sinn fyrir skattsvik – 16 mánaða fangelsisdómur og 177 milljón króna sekt

Dómurinn varð til þess að sagt var upp samningi við undirverktakann og annar ráðinn í hans stað, Knútur Knútsson, hjá Aflbindingu. Sá hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir skattsvik og til greiðslu 70 milljóna króna sektar.

Sjá einnig: Sviðin jörð Aflbindingar

Þetta kemur fram í grein eftir Örn Gunnlaugsson í Morgunblaðinu í dag en Örn segir um síðari undirverktakann við Landspítala-bygginguna, Knút Knútsson: „Þessi aðili á sér blóði drifna slóð gjaldþrota fyr­ir­tækja í ára­tugi og er hann mjög vel þekkt­ur meðal stjórn­enda rót­gró­inna bygg­inga­fyr­ir­tækja sem þrátt fyr­ir borðleggj­andi staðreynd­ir um brot­a­starf­semi ráða slíka aðila sem þenn­an sí­end­ur­tekið til að sinna verk­efn­um fyr­ir sig.“

Aðalverktaki við byggingu nýs Landspítala er Eykt.

Örn gagnrýnir að menn með vægast sagt vafasaman feril komi að stórum byggingaverkefnum fyrir opinbera aðila. Hann titlar sig sjálfan sem fyrrverandi atvinnurekanda en hann segir í samtali við DV að hann hafi ákveðið að hætta starfsemi árið 2018 því hann vildi ekki lengur keppa á markaði við menn sem stunda skattsvik og önnur fjársvik og halda þannig niðri verði á verkefnum. Aldrei hafi komið til greina af hans hálfu að standa ekki skil á skattgreiðslum og öðrum lögboðnum gjöldum, hvað þá að fá greitt svart. Í mörgum tilvikum séu forsendur „hagstæðra“ tilboða í stór verkefni þær að viðkomandi aðilar stundi fjársvik og standi ekki skil á lögboðnum greiðslum.

„For­svars­menn þeirra eru jafn­vel hinir verstu skúrk­ar“

Örn segir í grein sinni:

„Hér á landi geta fyr­ir­tæki keypt sér glæsi­leg­ar viður­kenn­ing­ar til op­in­berr­ar birt­ing­ar og kall­ast þá fyr­ir­mynd­ar- eða framúrsk­ar­andi. Til að öðlast slíka viður­kenn­ingu eru upp­lýs­ing­ar úr síðustu árs­reikn­ing­um notaðar hrá­ar og án þess að grafið sé djúpt í rekst­ur­inn sjálf­an sem slík­an.

Hvað fyr­ir­tæki í bygg­inga­starf­semi varðar þá má sjá ef grannt er skoðað að mörg þeirra stærri eru þrátt fyr­ir nefnda viður­kenn­ingu langt frá því að vera til fyr­ir­mynd­ar. For­svars­menn þeirra eru jafn­vel hinir verstu skúrk­ar og sam­fé­lags­leg­ir skemmd­ar­varg­ar þó laus­leg­ur lest­ur árs­reikn­inga bendi ekki til neins slíks. Nokk­urs kon­ar pýra­mída­s­vindl er mjög al­gengt í bygg­inga­starf­semi en þar not­ast stór­ir aðal­verk­tak­ar sem hreppa verk í útboðum við und­ir­verk­taka til að sinna ýms­um verk­um og eru verk á veg­um rík­is og sveit­ar­fé­laga alls eng­in und­an­tekn­ing í þeim efn­um.“

Í grein sinni og samtali við DV lýsir Örn því að ólögleg starfsemi þrífist meðal annars í skjóli þess að opinberir aðilar hirði ekki um lögbrot undirverktaka sem ráðnir eru til dýrra framkvæmda. Hann segir ennfremur:

„Með viðskipt­um við þessa lög­brjóta þrífst starf­sem­in með blóm­leg­asta hætti en ljóst má vera að ef eng­inn skipti við þá væri starf­sem­inni sjálf­hætt. Verj­andi beggja aðil­anna að fram­an er sami lögmaður­inn sem var viðskipta­fé­lagi þess fyrr­nefnda í eldra fé­lagi sem búið er að taka til skipta. Þá er rétt að fram komi að nú hef­ur sá í fyrr­nefnda dóm­in­um tekið að sér verk­efni fyr­ir aðal­verk­taka skóla­bygg­ing­ar á veg­um Reykja­nes­bæj­ar en hann er helm­ings­hlut­hafi í því fé­lagi sem sér um upp­slátt og járn­bend­ingu þar. Þá eru verk­efni sem þekkt­ir aðal­verk­tak­ar sinna fyr­ir Isa­via með þrjóta sem þessa í verk­efn­um fyr­ir sig og eru verk­kaup­ar vel meðvitaðir um hvernig í pott­inn er búið.“

Örn segist hafa upplýst verkkaupendur brotamannanna um feril þeirra en ekki fengið efnisleg viðbrögð. Hann bendir jafnframt á að áðurnefndir brotamenn og fleiri borgi ekki himinháar sektir sínar en gangi lausir og haldi áfram að taka að sér stór verkefni í byggingabransanum. Þannig blómstri lögbrotin áfram. Í sumum tilvikum séu verkkaupendurnir ríki og sveitarfélög.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dagmar frétti um kæru Bigga gegn sér í fjölmiðlum – „Ég er miklu sterkari en hann heldur“

Dagmar frétti um kæru Bigga gegn sér í fjölmiðlum – „Ég er miklu sterkari en hann heldur“
Fréttir
Í gær

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Í gær
Hera úr leik