Ólíklegt að Lakers eltist við Irving

Kyrie Irving og LeBron James í liði Cleveland.
Kyrie Irving og LeBron James í liði Cleveland. AFP

Það er talið ólíklegt að NBA-stórveldið Los Angeles Lakers eltist við körfuboltamanninn Kyrie Irving vegna launaþaksins. 

Iriving, sem gekk í raðir Dallas frá Brooklyn fyrr á árinu, var lengi vel orðaður við Lakers og er LeBron James, stórstjarna Lakers, sagði ólmur vilja fá hann, en þeir spiluðu saman hjá Cleveland. 

Til þess að fá Irving í sínar raðir þyrfti féagið að afsala sér frjálsum umboðsmannsréttindum á nýju mönnum D'Angelo Russell og Rui Hachimura, hafna liðsvalkosti Malik Beasley og afsala sér Jarred Vanderbilt og Mo Bamba til að búa til leikjapláss. 

Það þykir alltof mikið og er því ólíklegt að Irving gangi í raðir Lakers að núverandi tímabili liðnu en frá þessu greinir The Athletic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka