Handbolti

Koss að leiðarlokum: Myndir frá kveðjustund strákanna okkar í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigvaldi Guðjónsson fær koss frá kærustu sinni Nótt Jónsdóttur í leikslok en hún heldur á fjögurra mánaða syni þeirra.
Sigvaldi Guðjónsson fær koss frá kærustu sinni Nótt Jónsdóttur í leikslok en hún heldur á fjögurra mánaða syni þeirra. Vísir/Vilhelm

Sjötti og síðasti leikur Íslands á HM í handbolta endaði með fjögurra marka sigri í Gautaborg í gær en kom ekki í veg fyrir að íslenska liðið er úr leik á mótinu.

Strákarnir náðu að snúa við slæmri stöðu í fyrri hálfleik með mun betri frammistöðu í þeim seinni og gátu því endað mótið á jákvæðum nótum.

Fjórir sigrar í sex leikjum var samt ekki nóg til að komast í hóp átta bestu þjóða heims. Svíar og Ungverjar komust áfram upp úr milliriðlinum.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð, náði mörgum flottum myndum á lokaleik íslenska liðsins á móti Brasilíu í gær. Myndirnar má finna hér fyrir neðan.

Elliði Snær Viðarsson reynir að ná frákasti á línunni.Vísir/Vilhelm
Íslensku stuðningsmennirnir voru stórkostlegir á þessu heimsmeistaramóti.Vísir/Vilhelm
Bjarki Már Elísson skoraði langflest mörk íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu.Vísir/Vilhelm
Auðvitað tóku Íslendingarnir Víkingaklappið í stúkunni.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×