fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Svona komust mótmælendur inn á Old Trafford – Félagið ætlar í hart við skemmdarvarga

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 3. maí 2021 14:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United, sendi frá sér tilkynningu í dag til þess að útskýra hvernig mótmælendur náðu að brjóta sér leið inn á leikvang félagsins, Old Trafford í gær.

Málið er litið alvarlegum augum enda átti að fara þar fram leikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni seinna um daginn en þeim leik var síðan frestað.

Í yfirlýsingu Manchester United segir að mótmælendur hafi brotist í gegnum hindranir og fram hjá öryggisvörðum og að sumir mótmælendur hafi klifrað yfir hlið sem eru staðsett við Munich-göngin á Old Trafford.

Við Munich-göngin í gær / GettyImages

Mótmælendur þröngvuðu sér því næst í gegnum hliðarhurð á stúkunni þar sem þeir náðu að opna hurð innanfrá á Old Trafford sem hleypti öðrum mótmælendum inn.

Einnig náði annar hópur mótmælenda að komast inn á völlinn með því að brjóta niður hurð á inngangi sem er ætlaður hreyfihömluðum.

Þessi mótmælandi á ekki von á góðu / Mynd: AFP

„Meirihluti okkar stuðningsmanna fordæmir þau skemmdarverk sem voru unnin, auk ofbeldis sem starfslið félagsins, lögregla og aðrir stuðningsmenn voru beittir. Þetta er nú orðið að lögreglumáli,“ stóð í yfirlýsingu frá Manchester United.

Félagið ætlar að vinna með lögreglunni til að bera kennsl á skemmdarvarga gærdagsins.

„Það er ekki vilji félagsins að refsa friðsamlegum mótmælendum en við munum vinna með lögregluyfirvöldum til þess að bera kenns á þá sem tóku þátt í glæpsamlegu athæfi,“ stóð í yfirlýsingu Manchester United um atburði gærdagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“