Innlent

Eldur kviknaði í í­búðar­húsi í Grinda­vík

Árni Sæberg skrifar
Slökkvilið Grindavíkur slökkti eldinn.
Slökkvilið Grindavíkur slökkti eldinn. þorsteinn ragnar jónsson

Eldur kom upp í tveggja hæða íbúðarhúsi síðdegis í dag. Engum varð meint af og slökkvistarf gekk vel.

Þetta staðfestir Pétur Benediktsson, varaslökkviliðsliðsstjóri í Grindavík, í samtali við Vísi. Hann segir að einn hafi verið á neðri hæð hússins og hann hafi komið sér út af sjálfsdáðum. Efri hæðin hafi verið mannlaus.

Pétur segir jafnframt að vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins og að einungis ætti eftir að reykræsta eftir hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×