Viðskipti innlent

Jón Viðar gætir fast­eigna Róberts Wess­man

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Viðar Guðjónsson er byggingartæknifræðingur að mennt.
Jón Viðar Guðjónsson er byggingartæknifræðingur að mennt. Aztiq

Jón Viðar Guðjónsson byggingartæknifræðingur hefur verið ráðinn verkefnastjóri fasteigna Aztiq.

Í tilkynningu segir að hans fyrsta verk verði að verkefnastýra uppbyggingu stækkunar hátækniseturs við Sæmundargötu 15-19, en Aztiq er fjárfestingarfélag í eigu Róberts Wessman og Árna Harðarsonar. Stærstu eignir þess eru í systurfélögunum Alvogen og Alvotech og fasteignafélaginu Sæmundi sem á fasteignir Alvogen og Alvotech í Vatnsmýrinni.

„Jón Viðar er með BSc próf í byggingartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. Á starfsferli sínum hefur hann aðallega unnið á sviði verkefna- og framkvæmdastjórnunar, hönnunarstjórnunar og umsjónar og eftirlits með verklegum framkvæmdum. Jón Viðar hefur undanfarin ár starfað hjá EFLU verkfræðistofu.

Framkvæmdir við stækkun hátæknisseturs Alvotech í Vatnsmýri eru þegar byrjaðar. Viðbyggingin verður um 12.500 fermetrar sem næstum tvöfaldar aðstöðu Alvotech í Vísindagörðum HÍ í Vatnsmýri. Verklok eru áætluð í lok árs 2022.

Gert er ráð fyrir að starfsmannafjöldi Alvotech verði um 580 þegar hátæknisetrið verður tilbúið. Meirihluti starfsmanna verða sérfræðingar með háskólamenntun. Það er fasteignafélagið Eyjólfur ehf sem reisir húsið en félagið er í eigu Aztiq. Til að byrja með mun Alvotech leigja húsnæðið en til stendur að Alvotech eignist það þegar fram líða stundir.

Auk þess að stýra uppbyggingu hátæknisetursins mun Jón Viðar bera ábyrgð á samskiptum við verktaka og borgaryfirvöld í tengslum við uppbygginguna sem og önnur verkefni er lúta að fasteignaverkefnum Aztiq,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×