Valur byrjar titilvörnina í Mosfellsbæ - eldskírn nýliðanna frá Ísafirði

Afturelding og Valur mætast í fyrstu umferð í haust.
Afturelding og Valur mætast í fyrstu umferð í haust. mbl.is/Unnur Karen

Íslandsmótið í handknattleik 2022-23 hefst fimmtudaginn 8. september samkvæmt fyrstu drögum sem Handknattleikssamband Íslands birti í dag.

Keppni í úrvalsdeild karla hefst þann dag með fjórum leikjum og tveir verða leiknir sólarhring síðar. Þessir leikir eru í fyrstu umferð með áætluðum dagsetningum:

8.9. Fram - Selfoss
8.9. Haukar - KA
8.9. Afturelding - Valur
8.9. Grótta - ÍR
9.9. ÍBV - Hörður
9.9. FH - Stjarnan

Íslandsmeistarar Vals hefja sem sagt titilvörnina í Mosfellsbæ og nýliðar Harðar frá Ísafirði fá sannkallaða eldskírn í deild þeirra bestu, því þeir byrja á útileik í Vestmannaeyjum.

Keppni í úrvalsdeild kvenna hefst rúmri viku síðar en þar á að leika fyrstu umferðina laugardaginn 17. september. Þar hefja Íslandsmeistarar Fram titilvörnina í Garðabæ en þessir leikir eru í fyrstu umferð:

17.9. ÍBV - KA/Þór
17.9. Valur - Haukar
17.9. Stjarnan - Fram
17.9. HK - Selfoss

Keppni í 1. deild karla hefst föstudaginn 23. september og þar mætast í fyrstu umferð:

23.9. HK - Kórdrengir
23.9. Víkingur - Selfoss U
23.9. Fram U - KA U
23.9. Þór Ak. - Fjölnir
23.9. Haukar U - Valur U

Keppni í 1. deild kvenna hefst sunnudaginn 25. september og þar mætast í fyrstu umferð:

25.9. Víkingur - Fjölnir/Fylkir
25.9. Grótta - Valur U
25.9. Fram U - FH
25.9. ÍR - HK U
Afturelding situr hjá í 1. umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka