22. september 2023 kl. 19:40
Íþróttir
Fótbolti

Gylfi lék sinn fyrsta leik í rúmlega tvö ár

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður í leik Lyngby og Vejle í dönsku úrvalsdeildinni en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Þetta var fyrsti leikur Gylfa í tvö ár, síðan hann var handtekinn grunaður um kynferðisbrot árið 2021. Málið var svo látið niður falla eftir tæp tvö ár í rannsókn.

Gylfi kom inn á á 71. mínútu fyrir annan Íslending, Sævar Atla Magnússon, en þriðji Íslendingurinn, Andri Lucas Guðjohnsen, gerði mark Lyngby. Freyr Alexandersson stýrir Lyngby en Gylfi gekk til liðs við danska félagið í haust.

Fótboltamaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu hjá Lyngby
RÚV