Slökkviliðsmanni refsað

YouTube merkið.
YouTube merkið.

Japönskum slökkviliðsmanni var refsað fyrir það að vera að streyma af sjálfum sér að spila tölvuleiki á netinu og hafa af því tekjur.

Barst nafnlaus ábending

Nafnlaus ábending barst til bæjarskrifstofu Wakayama borgar, sem er staðsett í vesturhluta Japan, um að maðurinn væri að þéna í gegnum tölvuleikjastreymi og hófst þannig rannsókn á streymisrás hins 33 ára gamla slökkviliðsmanns sem hafði um 15.000 áskrifendur.

Andlit slökkviliðsmannsins sást aldrei í mynd og þurftu því opinberir starfsmenn borgarinnar að rýna vel í öll myndböndin á rásinni, sem voru yfir 300 talsins, til þess að leita eftir raddvísbendingu svo hægt væri að auðkenna manninn.

Mega ekki hafa aukavinnu

Opinberir starfsmenn í Wakayama mega ekki hafa aðra aukavinnu og voru laun mannsins því skert sem refsing fyrir brot á þeim lögum.

Á tíu mánaða tímabili hafði hann hlaðið upp fleiri en 300 myndböndum og þénaði hann um 1,15 milljónum jena í auglýsingatekjur á því en það jafngildir tæpum 1,3 milljónum íslenskum krónum.

Skilningur á aukavinnu barnalegur

„Okkur finnst það ekki endilega slæmt að hann hafi verið YouTube,“ sagði borgarfulltrúinn Hidetaka Amano við fréttastofu France-Presse í gær.

„En það er sú staðreynd að hann hagnaðist á auglýsingum, sumar þeirra gætu verið óviðeigandi í eðli sínu.“

Hinn 33 ára gamli maður sagði að peningurinn sem hann þénaði á YouTube hafi verið millifærður á bankareikning fjölskyldu hans og sagði: „Skilningur minn á því hvað telst til auka atvinnu var barnalegur.“ Haft eftir Kotaku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert