MRSÍ minnir stjórnvöld á mannréttindasjónarmið

Dæmi um skert mannréttindi vegna Covid-19 er skert ferðafrelsi.
Dæmi um skert mannréttindi vegna Covid-19 er skert ferðafrelsi. AFP

Stjórn og fulltrúaráð Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hvetja stjórnvöld til þess að tryggja samþættingu mannréttindasjónarmiða við alla ákvarðanatöku og í verkefnum og stefnumótun vegna aðgerða gegn Covid-19 og endurreist samfélagsins. Þetta kemur fram í ályktun sem MRSÍ sendi frá sér nú á dögunum. 

Þá ályktar stjórn og fulltrúaráð að tekið skal mið af sjónarmiðum alþjóðlegra sérfræðinga á sviði mannréttinda, fræðimanna janfnt og frjálsra félagasamtaka.

Hafa ítekað hvatt til stofnunar sjálfstæðrar mannréttindaskrifstofu

Í tilkynningunni kemur einnig fram að MRSÍ hafi ítrekað hvatt stjórnvöld til þess að setja á laggirnar sjálfstæða innlenda mannréttindaskrifstofu í samræmi við Parísarviðmið Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1991.

Á tímum sem þessum þar sem stjórnvöld og borgarar standa frammi fyrir miklum áskorunum er varða grundvallarmannréttindi er mikilvægi eftirlits og öflugrar mannréttindastofnunar augjósara en nokkru sinni. Stjórnvöld eru hvött til þess að bæta úr svo fljótt sem verða má,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert